Olgeir Gunnlaugsson

ID: 18611
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1890

Olgeir Gunnlaugsson Mynd VÍÆ III

Olgeir Gunnlaugsson fæddist 4. desember, 1890 í Pembinasýslu í N. Dakota.

Maki: 3. október, 1919 Kristín Friðbjarnardóttir f. í Eyjafjarðarsýslu 28. febrúar, 1893.

Börn: 1. Olga Jóhanna f. 3. október, 1920 2. Friðbjörn Halldór f. 7. ágúst, 1924 3. Sylvía Kristín f. 7. janúar, 1928 4. Guðrún f. 10. nóvember, 1929.

Olgeir var sonur Ófeigs Gunnlaugssonar og fyrri konu hans, Sulime Jóhönnu Stefánsdóttur landnema í N. Dakota. Olgeir byrjaði snemma að vinna fyrir sér, var bæði í Minnesota og vestur í Washington. Árið 1914 flutti hann til Kanada og gekk í kanadíska herinn. Var í Evrópu til ársins 1919, kom þá til Kanada og gerðist bóndi í Vatnabyggð í Saskatchewan skammt frá Wynyard. Var alla tíð góður samfélagsþegn, vann að málum er vörðuðu jafnt alla Kanadamenn og einnig sérmálum landa sína. Hann flutti vestur að Kyrrahafi og þar skipulagði hann fyrstu hópferð Íslendinga frá vesturströnd Kanada til Íslands árið 1963. Kristín flutti vestur árið 1910 og settist að í Winnipeg. Hún lét málefni landa sinna í Kanada sig miklu varða alla tíð, starfaði í deildum Þjóðræknisfélagsins í Winnipeg, Blaine í Washington og Vancouver.