ID: 15382
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1892

Olive S Ólafsdóttir Mynd VÍÆ I
Olive Sophania Ólafsdóttir fæddist í Alberta 19. apríl, 1892.
Maki: 13. ágúst, 1917 W. Roy Woods, enskur uppruni.
Börn: Þau tóku þrjár stúlkur í fóstur 1. Ruth Naomi f. 4. október, 1912 2. Mildred Cornell f. 5. desember, 1919 3. Verl Viola Cornell f. 28. nóvember, 1922.
Olive var dóttir Ólafs Guðmundssonar og Konkordíu Sófíasdóttur, landnemar í byggðinni nærri Markerville í Alberta. Olive missti föður sinn eins árs gömul og ólst hún upp hjá móður sinni á landnámi Ólafs. Móðir Olive seldi landið 1914 og flutti til Red Deer. Olive og Roy bjuggu fyrst í Calgary í Alberta, þá í Los Angeles í Kaliforníu frá 1928 til 1941. Fluttu þá til Portland í Oregon. Þar skildu þau. Olive settist svo að í Yakima í Washington.