
Ólöf Anna Einarsdóttir Mynd VÍÆ II
Ólöf Anna Einarsdóttir fæddist 17. október, 1890 í Gimli í Nýja Íslandi.
Maki: 15. október, 1919 Sigurður G Oddleifsson f. í Geysisbyggð 7. desember, 1895.
Börn: 1. Þórey Jónína f. 1. september, 1920 2. Gestur Einar f. 23. október, 1922 3. Sigurður Óskar f. 15. október, 1925.
Ólöf var dóttir Einars Jónassonar læknis á Gimli og Jónínu Ingibjörgu Sigfúsdóttur. Hún lauk prófi frá Manitoba Normal School og gerðist kennari í Árborg. Sigurður ólst upp í Fljótsbyggð í Nýja Íslandi og gerðist svo bóndi í Geysisbyggð. Flutti seinna í Árborg þar sem hann tók virkan þátt í samfélagsmálum landa sinna. Hann var einn stofnenda félags um kornflutninga árið 1940 og ritari þess frá 1943. Hann tók þátt í byggingu sjúkrahúss Árborgar og sat í fyrstu stjórn þess. Þá vann hann ásamt félögum sínum að byggingu samkomuhúss þorpsins.