ID: 19616
Fæðingarár : 1902
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Ólöf Arnbjörg Jónsdóttir fæddist í Dalasýslu 25. janúar, 1902. Olof Perry vestra.
Maki: Verne Perry, af kanadískum ættum, f. 23. október, 1898, d. 24. desember, 1938.
Ólöf fór vestur til Kanada árið 1905 með foreldrum sínum, Jóni Böðvarssyni og Höllu Arngrímsdóttur. Þau fóru vestur til Alberta og settust að nærri Markerville. Þar ólst Ólöf upp, lærði hjúkrun og starfaði við það í Eckville bæ í Alberta.
