Ólöf Kjartansdóttir

ID: 6538
Einstætt foreldri
Fæðingarár : 1843
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla
Dánarár : 1937

Ólöf Kjartansdóttir fæddist í Skagafjarðarsýslu árið 1843. Dáin í N. Dakota 16. október, 1937.

Maki: 1) Rögnvaldur Jónsson f. 1842 í Skagafjarðarsýslu, unnusti d. á Íslandi 23. júlí,1872 2) Pétur Jónsson f. 10. apríl, 1850, slitu samvistir 3) Halldór Þorgilsson f. 28. október, 1831, d. 11. nóvember, 1919.

Börn: 1. María Rögnvaldsdóttir f. 28. maí, 1870 2. Rögnvaldur Gísli Pétursson f. 1872 3. W.G.Hillman f. 23. október, 1873 4. Una f. 1876 í Ontario, d. í Marklandi 5. Jón Pétursson Hillman f. 27. febrúar, 1878 í Nova Scotia 6. Sigurður Einarsson f. 8. október, 1881 í N. Dakota 7. Friðrik Halldórsson f.22. janúar, 1885 í N. Dakota.

Ólöf flutti vestur til Ontario í Kanada með unnusta sínum, Pétri Jónssyni frá Hóli í Skagafjarðarsýslu. Samferða var heimilisfólkið, faðir Péturs, Jón Rögnvaldsson og Jón bróðir Péturs. María dóttir Ólafar var þar á meðal. Fólkið flutti til Marklands í Nova Scotia og var þar til ársins 1880. Ólöf flutti vestur til N. Dakota um svipað leyti og Pétur en hvort þau slitu sambúðinni í Marklandi eða í Mountain í N.D. er óljóst en trúlega í Marklandi því Sigurður Einarsson fæðist 1881. Upplýsingar vantar um föður Sigurðar. Ólöf bjó svo eftirleiðis í Eyfordbyggð nærri Mountain.