Ólöf S Pétursdóttir

ID: 16993
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1903

Ólöf Sigríður Pétursdóttir fæddist í N. Dakota 10. desember, 1903.

Maki: 2. júní, 1928 Ólafur Stefán Grímsson f. 19. febrúar, 1897 í S. Þingeyjarsýslu. Laxdal vestra.

Börn: 1.  Allan Ólafur f. 3. október, 1931 2. Solin Grace f. 23. júní, 1936.

Ólöf var dóttir Péturs Bjarnasonar og f.k.h. Ólafar Halldóru Benediktsdóttur.  Ólöf vann á lögfræðiskrifstofu, áður en hún giftist, fyrst í Elfros í Saskatvewan en seinn í Winnipeg. Ólafur var sonur Gríms Jónssonar og Sveinbjargar Torfadóttur, sem vestur fluttu árið 1907. Hann stundaði nám í Jóns Bjarnasonar skóla og Wesley College í Winnipeg. Gerðist byggingameistari í borginni og vann við að steinsteypa þjóðvegi í fylkinu . Flutti árið 1940 til Washington ríkis á vesturströnd Bandaríkjanna.