Oscar B Swanson

ID: 20525
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1912

Oscar Bjarni, Jacqueline og sonurinn Jack. Mynd VíÆ II

Oscar Bjarni Swanson fæddist í Washington 23. júlí, 1912.

Maki: 1938 Jacqueline Swanson, uppruni óljós.

Börn: 1. Jack.

Oscar var sonur Davíðs Þorkelssonar og Kristínar Bjarnadóttur í Bellingham í Washington. Hann lauk miðskólanámi og hóf framhaldsnán en varð að hætta þegar kreppan 1930 skall á. Hann vann á húsgagnaverkstæði þar til síðari heimstyrjöld hófst. Var hann þá tekinn í heimavarnarliðið og vann við pípulagningar. Hann hélt þeirri vinnu áfram eftir stríð. Jacqueline var háskólagengin og lauk prófi í félagsvísundum. Vann við barnaverndarmál.