
Oscar, Anita og Lára Mynd WtW
Oscar Franklin Kristjanson fæddist 13. maí, 1918 í Grunnavatnsbyggð.
Maki: 1947 Lára Benedictson f. á Lundar 11. mars, 1918.
Börn: 1. Dennis Wayne f. 4. september,1947 2. Sharrel Gayle f. 29. október, 1948 3. Laurel Ósk f. 7. september, 1950 4. Anita Lynn f. 7. maí, 1954 5. Karen Arlene f. 26. nóvember, 1957 6. Dale Raynard f. 6. desember, 1959.
Lára var dóttir Sigurbjörns Benediktssonar og Kristveigar Jónsdóttur Freeman í Lundar. Foreldrar Oscars voru Sigurbjörn Kristjánsson og Eiríka Sigurbjörg Sveinbjörnsdóttur í Grunnavatnsbyggð. Ungur að árum vann Oscar á búgarði föður síns nærri Otta í Grunnavatnsbyggð. Hann gekk í kanadíska herinn 11. júní, 1942 og var í Englandi, Miðjarðarhafslöndum og Mið-Evrópu í Seinni heimstyrjöldinni. Hann var svo leystur frá störfum 19. ágúst, 1946 og sneri sér aftur að búskap þegar heim var komið.