Ósk Hallgrímsdóttir

ID: 7610
Einstætt foreldri
Fæðingarár : 1860
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla
Dánarár : 1934

Ósk Hallgrímsdóttir fæddist 8. nóvember, 1860 í Skagafjarðarsýslu. Dáin 21. júlí, 1934 í Hallson..

Maki: 3. júní, 1889 í Mountain, ND: Tryggvi Pálsson f. í S. Þingeyjarsýslu árið 1863.

Börn: 1. Jóhann Ingimar f. 19. ágúst, 1889 2. Egill Óli f. 14. september, 1892, d. fárra vikna 3. Pálína Hólmfríður f. 19. janúar, 1892, d. 6.maí, 1901 4. Ólína Herdís f. 10. nóvember, 1894 5. Ágúst Rósant f. 6. október, 1896 6. Alfreð Eiríkur f. 3. júlí, 1900 7. Pálína Hólmfríður Anna f. 18. apríl, 1902 8. Hallgrímur Guðberg f. 27. apríl, 1904, d. 13. maí, 1913. Ósk átti son fyrir hjónaband; Ingimundur Björnsson f. 1887 á Íslandi.

Ósk fór vestur til N. Dakota með son sinn árið 1888 en þar bjuggu þá foreldrar hennar, Hallgrímur Hallgrímsson og Guðbjörg Jónsdóttir.  Tryggvi flutti vestur til Winnipeg í Manitoba með bróður sínum, Valdimar árið 1878. Hann settist að í Pembinasýslu í N. Dakota. Þau bjuggu í N. Dakota alla tíð.