Óskar Sigurðsson

ID: 17478
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1898

Óskar Guðmundur Sigurðsson Mynd VÍÆ II

Florence Kate Densley Mynd VÍÆ II

Óskar Guðmundur Sigurðsson fæddist við Íslendingafljót í Nýja Íslandi 16. mars, 1898.

Maki: Florence Kate Densley f. í Englandi 16. desember, 1908.

Börn: 1. Emily Óska f. 18. júní, 1927 2. Joyce Florence f. 19. nóvember, 1929 3. Sigurrós Ingveldur f. 9. febrúar, 1930 4. Oscar Edward James f. 15. október, 1931 5. Lillian f. 24. júlí, 1933 6. Robert Sigurður f. 27. febrúar, 1937 7. Florence f. 1. mars, 1942 8. Doris May f. 13. nóvember, 1944 9. Barbara Joan f. 4. maí, 1948.

Foreldrar Óskars, Sigurður Guðmundsson og Ingveldur Jósefsdóttir, fluttu vestur til Manitoba árið 1876 og námu land við Íslendingafljót. Þar bjuggu þau til ársins 1903, þá fluttu þau í Framnesbyggð, nærri Arborg. Óskar tók við búi foreldra sinna og bjó þar alla tíð.