ID: 16305
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1886
Dánarár : 1938
Pálína Sophia Guðbrandsdóttir fæddist í N. Dakota 13. júlí, 1886. Dáin 14. maí, 1938 í Cavalier í N. Dakota.
Maki: 1) 13. júlí, 1917 Jón Hallgeir Sigurjónsson fæddist 22. mars, 1887 í S. Þingeyjarsýslu. Axdal vestra.
Jón Hallgeir fluttist vestur til Winnipeg í Manitoba með foreldrum sínum árið 1890 og fór með þeim til N. Dakota. Hann fór ungur til Colorado og stundaði þar verslunarstörf í 19 ár. Sneri aftur til N. Dakota og hóf hótelrekstur í Cavalier.
