Páll Eyjólfsson

ID: 16389
Fæðingarár : 1858
Dánarár : 1923

Páll Eyjólfsson fæddist 16. nóvember, 1858 í Reyðarfirði, S. Múlasýslu. Dáinn í Vatnabyggð 6. desember, 1923.

Maki: 1) 26. september, 1888 Jónína Jónasdóttir f. í S. Múlasýslu 20. júní, 1864, d. í Wynyard 12. október, 1959. Þau skildu 2) Þorbjörg Sveinsdóttir f. í Borgarfjarðarsýslu 13. apríl, 1850, d. í Vatnabyggð 6. mars, 1930. Thorbjorg Sveinson vestra. 

Börn: 1. Jónas f. 21. september, 1888, d. 21. febrúar, 1921 2. Lára Valdina f. 3. febrúar, 1892 3. Guðrún Sigríður f. 12. janúar, 1893 4. Árni Ágúst f. 16. ágúst, 1896, d. 18. maí, 1973 5. Benedikt Júlíus f. 23. september, 1899 6. Theodór Vilhjálmur f. 9. febrúar, 1903.

Páll lauk grunnskólanámi á Íslandi, fór til Noregs og lærði búfræði. Fór svo heim til Íslands, kvæntist og sigldi vestur um haf árið 1893. Fjölskyldan bjó fyrst í Park River í N.Dakota, fluttu þaðan til Kandahar í Vatnabyggð, Saskatchewan árið 1904.