Páll Guðmundsson

ID: 13333
Fæðingarár : 1868
Fæðingarstaður : N. Múlasýsla
Dánarár : 1955

Sigríður og Páll sitja. Standandi Anna, Guðný, Eirikka, Rannveig og Guðrún. Mynd WtW

Páll Guðmundsson fæddist 1868 í N. Múlasýslu. Dáinn í Lundarbyggð 15. apríl, 1955.

Maki: 1901 Sigríður Eiríksdóttir f. 1870 í N. Múlasýslu, d. 12. október, 1945.

Börn: 1. Anna Ingibjörg 2. Guðný Valgerður f. 1903 3. Eirikka f. 1905 4. Rannveig f. 1907, d. 1967 5. Guðrún Björg f. 1909, d. 1970.

Páll fór vestur árið 1894, samferða Sveini bróður sínum og fjölskyldu hans. Þeir námu lönd í Lundarbyggð og bjuggu þar. Sigríður flutti vestur þangað árið 1900 en þangað hafði faðir hennar, Eiríkur Hallsson, flutt árið 1893.