ID: 15535
Fæðingarár : 1862
Fæðingarstaður : S. Þingeyjarsýsla
Páll Hallgrímsson fæddist árið 1862 í S. Þingeyjarsýslu.
Maki: Brasilískur uppruni.
Börn: Fjögur f. fyrir 1917 í Brasilíu.
Páll flutti til Brasilíu árið 1873 með foreldrum sínum, Hallgrími Þorkelssyni og Önnu Pálsdóttur og systkinum sínum. Fjölskyldan kom til Paraná sýslu sunnarlega á austurströnd Brasilíu og settist að á eigin landi nærri Curityba. Páli mun hafa vegnað vel og segir heimild hann hafa verið lifandi 1924 en allur fyrir 1936.
