ID: 2219
Fæðingarár : 1882
Fæðingarstaður : Borgarfjarðarsýsla

Páll Skarphéðinsson Mynd VÍÆ I
Páll Skarphéðinsson fæddist 17. september, 1882 í Borgarfjarðarsýslu.
Maki: 15. júní, 1910 Ólína Egilsdóttir f. 12. ágúst, 1888 í N. MúlasýsluBorg.
Börn: 1. Margrét f. 8. júlí, 1917.
Páll flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1900. Móðir hans, Sigurbjörg Helgadóttir og bróðir höfðu þangað flutt árið 1897. Hann gekk menntaveginn, fór í verslunarskóla í borginni og útskrifaðist þaðan 1905. Lauk svo prófi í endurskoðun frá skóla í Toronto árið 1908. Bjó í Winnipeg til ársins 1952, flutti þá til Gimli. Ólína fór vestur til Winnipeg í Manitoba með foreldrum sínum, Agli Árnasyni og Guðlaugu Stefánsdóttur árið 1904.
