Páll Þórarinsson

ID: 1604
Fæðingarár : 1884

Páll Þórarinsson Mynd VÍÆ

Páll Þórarinsson fæddist í A.Skaftafellssýslu 11. desember, 1884.

Ókvæntur og barnlaus.

Hann var sonur Þórarins Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur, landnema í Framnesbyggð í Nýja Íslandi árið 1893. Þar aðstoðaði hann í fyrstu föður sinn við búskapinn og gerðist svo sjálfur bóndi þar í byggð. Hann gekk í kanadíska herinn árið 1918 og gegndi hermennsku í eitt ár. Meðfram búskapnum stundaði Páll fiskveiðar alla vetur á Winnipegvatni. Hann tók þátt í samfélagsmálum landa sinna, var lengi í safnaðarstjórn lúthersku kirkjunnar í Árborg og söng í kirkjukórnum.