ID: 18052
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1894

Páll Valdimar Pálsson Mynd VÍÆ II
Páll Valdimar Pálsson fæddist í Winnipeg 3. maí, 1894.
Maki: 13. janúar, 1918 Jónína Þuríður Jóhannesdóttir f. 29. júní, 1893 í Borgarfjarðarsýslu.
Börn: 1. Valdimar f. 11. desember, 1918 2. Elísabet f. 27. febrúar, 1920 3. Jóhannes f. 26. maí, 1921 4. May Pauline f. 3. maí, 1930.
Páll var sonur Valdimars Pálssonar og Kristínar Guðrúnar Sigurðardóttur í Vatnabyggð. Hann ólst upp í Winnipeg en flutti árið 1906 með föður sínum í Vatnabyggð í Saskatchewan og nam land nærri Leslie. Stundaði þar búskap en flutti árið 1918 í Foam Lake.