ID: 20551
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1915

Pálmey Guðbjörg Friðriks-dóttir Mynd VÍÆ III
Pálmey Guðbjörg Kristjánsson fæddist í Winnipeg 4. ágúst, 1915. Blackie í hjónabandi.
Maki: Norman Arthur Blackie f. í Winnipeg 11. desember, 1911, kanadískur uppruni.
Börn: 1. Norman Kristján f. 28. janúar, 1945 2. Karen Ann f. 4. nóvember, 1949.
Pálmey var dóttir Friðriks Kristjánssonar, fasteignasala í Winnipeg og Hólmfríðar Jósefsdóttur. Hún lauk grunnskólanámi í borginni og innritaðist í verslunarskóla. Hún lauk þaðan prófi og vann eftir það hjá City Hydro Electric System.