Petrína Stefánsdóttir

ID: 4902
Einstætt foreldri
Fæðingarár : 1862
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1957

Petrína Sigrún Stefánsdóttir fæddist 4. október, 1862 í Dalasýslu. Dáin í Winnipeg 27. apríl, 1957.

Maki: Magnús Ágúst Eggertsson d. á Íslandi 7. janúar, 1905.

Börn: 1. Guðrún f. 1894 2. Eggert f. 1895, d. 25. júní, 1963 3. Elín Stefanía f. 1898 4. Magnúsína f. 26. september, 1901.

Petrína flutti vestur um haf frá Ísafirði árið 1906 með börn sín fjögur. Hún fór til Winnipeg í Manitoba og þaðan norður til Winnipegosis. Hversu lengi þau voru þar er óljóst, Eggert varð húsamálari í Winnipeg og þar í borg giftist Guðrún Páli Bjarnasyni.