
Pétur Björnsson og Margrét Björnsdóttir Mynd SÍND
Pétur Björnsson fæddist 22. desember, 1844 í Skagafjarðarsýslu. Dáinn á Gimli 26. desember, 1914.
Maki: 1869 Margrét Björnsdóttir f. 24. nóvember, 1844 í Húnavatnssýslu, d. í Winnipeg 8. nóvember, 1919.
Börn: 1. Björn f. 1871 2. Rögnvaldur f. 1878 3. Ólafur f. 1879 4. Hannes f. 1880 5. María Filippía f. 1881 dó mánuði eftir að þau komu vestur.

Frá vinstri: Hannes, Séra Rögnvaldur, Björn. Ólafur situr. Mynd SÍND
Þau fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1883 og 1. september, sama ár fóru þau til Pembina í N. Dakota. Pétur nam land í Sandhæðabyggð um veturinn og þar bjó fjölskyldan í 15 ár. Árið 1899 fluttu þau austur í Roseaubyggð í Minnesota þar sem þau dvöldu til vors árið 1903. Þaðan fluttu þau vestur í Saskatchewan og námu land nærri Kristnesi í Vatnabyggð. Þaðan lá svo leið þeirra til Nýja Íslands og bjuggu þau á Gimli þar til Pétur lést en skömmu seinna flutti ekkjan til sona sinna sem allir bjuggu í Winnipeg. Móðir Péturs, Ragnheiður Guðmundsdóttir og systir hans, Hólmfríður fóru vestur með þeim.
