Pétur E Erlendsson

ID: 14657
Fæðingarár : 1870
Fæðingarstaður : S. Múlasýsla
Dánarár : 1954

Kristín Jónsdóttir Mynd Dm.

Pétur Eiríkur Erlendsson fæddist við Djúpavog í S. Múlasýslu árið 1870. Dáinn 2. júlí, 1954.

Maki: 1897 Kristín Jónsdóttir f. 20. maí, 1875 í Dalasýslu, d. 17. október, 1949.

Börn: 1. Guðrún 2. Guðný 3. Anna 4. Emil 5. Jón 6. Magnús.

Pétur fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1889 og fékk vinnu við járnbraut þar í borg fyrsta árið.  Fór út á land ári seinna og vann uppskerutímann hjá bónda nálægt bænum Carberry. Hann fór þaðan fótgangandi í Argylebyggð en það var rúmlega 60 km ganga. Fékk vinnu hjá bændum hér og þar í byggðinni en keypti svo loks land nálægt Belmont árið 1896 og vann á því til ársins 1907, fór þaðan í þorpið Belmont og seinna til Glenboro. Árið 1911 flutti hann til Winnipeg og bjó þar eftir það. Kristín fór vestur til Manitoba með foreldrum sínum árið 1876. Þau voru landnemar í Argylebyggð.