ID: 10198
Fæðingarár : 1854
Dánarár : 1920
Pétur Guðlaugsson fæddist í N. Þingeyjarsýslu árið 1854. Dáinn í Gimli 10. mars, 1920.
Maki: Sigurbjörg Bjarnadóttir f. í Skagafjarðarsýslu 15. júní, 1860, d. í Gimli 4. mars, 1930.
Börn: 1. Lovísa f. 25. desember, 1883 í Winnipeg, d. 30. júní, 1953. Upplýsingar vantar um önnur börn.
Pétur flutti vestur til Kanada árið 1876 frá Krossdal í N. Þingeyjarsýslu. Sigurbjörg fór vestur sama ár með foreldrum sínum, Bjarna Bjarnasyni og Guðbjörgu Sveinsdóttur. Óljóst hvenær leiðir Péturs og Sigurbjargar lágu saman, sennileg í Winnipeg því þar fæddist Lovísa. Seinna settust þau að í Gimli og bjuggu þar síðan.