ID: 18998
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1879
Dánarár : 1921
Pétur Friðhólm Rafnsson fæddist á Gimli 9. janúar, 1879. Dáinn í Brandon 21. janúar, 1921.
Maki: Jóhanna Bjering f. 18. júlí, 1872, d. árið 1919 í Brandon. Hanna vestra.
Börn: 1. Anna Sigurlína f. 1902, d. 1978 2. Jóhann Sófonías f. 1903, d. 1977 3. Pétur Valdimar 4. Hálfdán Júlíus f. 26. januar, 1908 5. Rafn Norman 6. Adelaide Sylvía f. 1913, d. 1975 í Winnipeg.
Pétur var sonur hjónanna Rafns Jónssonar og Rósu Jónsdóttur landnema í Nýja Íslandi árið 1875. Pétur ólst þar upp, varð trésmiður og flutti til Glenboro. Jóhanna fór vestur með móður sinni, Soffíu Jónatansdóttur árið 1888.
