ID: 4394
Fæðingarár : 1882
Fæðingarstaður : Barðastrandarsýsla

Valdimar og Guðrún og börn. Á myndina vantar Rose. Mynd FSÁG

Rose fullorðin, gift kona í Winnipeg. Maður hennar var G. M. Shiers. Mynd FSÁG
Pétur Valdimar Sveinsson fæddist í Barðastrandarsýslu árið 1882. Valdimar Eiríksson vestra.
Maki: Guðrún Jónsdóttir f. 1879 í Snæfellsnessýslu.
Börn: 1. Guðrún 2. Sumarliði 3. Sveinn 4. Christine 5. Walter 6. Mathias 7. Emma Ingibjörg 8. Rose Wilhelmina.
Pétur fór vestur til Winnipeg í Manitoba með foreldrum sínum, Sveini Eiríkssyni og Guðrúnu Halldórsdóttur og systkinum árið 1886. Þau settust að í Hallsonbyggð í N. Dakota. Þar ólst Pétur upp. Guðrún fór vestur til Winnipeg með móður sinni, ekkjunni Hólmfríði Jósepsdóttur árið 1882. Pétur og Guðrún námu land í Lundarbyggð eftir aldamótin og bjuggu þar.
