Ragnheiður J Straumfjörð

ID: 17898
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1878

Ágúst Bjarnason Mynd VÍÆ II

Ragnheiður J Straumfjörð Mynd VÍÆ II

Ragnheiður Jóhannsdóttir Straumfjörð fæddist. í Mikley 5. febrúar, 1878.

Maki: 5. febrúar, 1898  Ágúst Magnússon f. 25. október, 1863 í Húnavatnssýslu, d. í Lundar 24. febrúar, 1953. August Magnusson vestra.

Börn: 1. Agnar Rae f. 2. júní, 1900 2. Jóhann Magnús f. 15. júní, 1905 3. Kristberg Margeir f. 18. maí, 1910. Þau tóku í fóstur Alexöndru, Magný og Ágústu en þær voru dætur Rósu sem dó frá þeim ungum.

Ragnheiður var dóttir Jóhanns Elíassonar Straumfjörð og Kristbjargar Jónsdóttur, sem vestur fluttu árið 1876. Ágúst flutti vestur til Kanada árið 1887. Hann og Bergmann Þorbergsson úr Árnessýslu fengu vinnu við komuna til Quebec hjá Hudson Bay félaginu við vöruflutninga norðarlega í fylkinu. Hann vann þar í tvö ár en flutti svo vestur á bóginn til Brandon í Manitoba en þar voru þá komnir foreldrar hans, Magnús Mágnússon og Margrét Jónsdóttir svo og Guðmundur bróðir hans og systurnar Rósa og Guðrún. Þaðan flutti svo fjölskyldan norður í Ísafoldarbyggð í Nýja Íslandi. Þau bjuggu um hríð í Mikley og starfaði Ágúst þar sem vitavörður en árið 1903 fluttu Ágúst og Ragnheiður á eigið land í Grunnavatnsbyggð. Þau bjuggu þar til ársins 1941, fluttu þá til Lundar.