Ragnheiður Halldóra Jóhannsdóttir fæddist 20. september, 1852, í Skagafjarðarsýslu. Dáin í Saskatchewan árið 1917.
Maki: Gísli Egilsson fæddist í Skagafjarðarsýslu 7. ágúst, 1850. Dáinn í N. Dakota 1. janúar, 1927.
Börn: 1. Rannveig f. 9. janúar, 1888 í Hallson 2. Helga 3. María 4. Hallur 5. Páll 6. Hannes.
Ragnheiður fór vestur með bróður sínum, Jósep Schram Jóhannssyni árið 1874 og voru þau í Kinmount fyrsta árið. Flutti svo þaðan til Nýja Íslands.Gísli fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1876 og þaðan strax í Nýja Ísland. Þaðan flutti hann 25. maí, 1878 til N. Dakota. Nam land í Hallsonbyggð árið 1879. Þau fóru í stuttan tíma til Minneota í Minnesota en haustið 1889 flutti hann með fjölskyldu sína til Winnipeg og þaðan í Lögbergsbyggð í Saskatchewan árið 1891.
