Ragnhildur Benónýsdóttir

ID: 17326
Fæðingarár : 1891

Ragnhildur Benónýsdóttir Mynd VÍÆ I

Ragnhildur Benónýsdóttir fæddist 17. maí, 1891 í Húnavatnssýslu.

Maki: 14. apríl, 1912 Jón Hans Jónsson fæddist í Selkirk, Manitoba 19. maí, 1889.

Börn: 1. Benony Jóhann William f, 3. mars, 1913 2. Jón Stefán Lawrence f. 20. júní, 1914 3. Valgerður Ruth f. 23. nóvember, 1915 4. Violet Sigríður f. 25. janúar, 1917 5. Kristinn Franklin f. 12. nóvember, 1919 6. Ellert Gordon Engilbert f. 13. nóvember, 1921 7. Flora Johanna f. 22. október, 1923 8. Walter Marínó f. 22. desember, 1927 9. Esther Hilda f. 13. mars, 1933.

Jón var sonur Jóns Guðnasonar Stevens og Jóhönnu Stefánsdóttur. Hann stundaði fiskveiðar og einnig búskap. Ragnhildur flutti vestur til Winnipeg árið 1903 en fór fljótlega suður til N. Dakota þar sem hún ólst upp. Þar var hún í 5 ár, flutti þá aftur til Manitoba, nú til Gimli. Tók þar virkan þátt í safnaðarmálum og störfum Þjóðræknisdeildarinnar þar.