ID: 19378
Fæðingarár : 1873
Fæðingarstaður : Gullbringusýsla
Dánarár : 1916
Ragnhildur Eyjólfsdóttir fæddist í Gullbringusýslu 13. júlí, 1873. Dáin í Keewatin í Ontario 19. október, 1916.
Maki: Þorvaldur Þorsteinsson fæddist árið 1866 í S. Múlasýslu. Dáinn í Kanada árið 1928.
Börn: 1. Margrét Valgerður f. 1891, d. 1930 í Keewatin, Ontario 2. Ragnheiður Guðbjörg f. 1895, d. 1985 3. Ásgeir Þorsteinn f. 1897.
Þorvaldur fór vestur til Kanada árið 1904 með systurnar Margréti og Ragnheiði. Ragnhildur er skráð í Reykjavík árið 1901 til lækninga með Ásgeir Þorstein. Óvíst hvort þau urðu hinum samferða árið 1904. Margrét Valgerður giftist Magnúsi Sigurðssyni sem bjó í Keewatin í Ontario. Þangað mun Ragnhildur hafa flutt, óvíst með Þorvald og önnur börn.
