ID: 19503
Fæðingarár : 1870
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla
Dánarár : 1917
Rannveig Jónsdóttir fæddist í Skagafjarðarsýslu árið 1870. Dáin í Winnipeg 1917.
Maki: Bjarni Þórður Jósepsson f. í Dalasýslu 4. nóvember, 1868,d. í Winnipeg 22. júní, 1923. Ben Joseph vestra.
Börn: upplýsingar vantar.
Rannveig var dóttir Jóns Jónatanssonar og Rannveigar Hákonardóttur. Um ferð hennar vestur vantar upplýsingar. Bjarni fór vestur til Winnipeg árið 1883 með foreldrum sínum, Jósep Stefánssyni og Jóhönnu Bjarnadóttur og systkinum. Bjarni og Rannveig bjuggu alla tíð í borginni.
