Rannveig Pétursdóttir

ID: 3406
Fæðingarár : 1894
Fæðingarstaður : Mýrasýsla

Rannveig ásamt foreldrum sínum, Pétri Guðmundssyni og Margréti Sigurðardóttur Mynd Faith and Fortitude

Rannveig Pétursdóttir fæddist 19. september, 1894 í Mýrasýslu.

Maki: 15. október, 1947 Halldór Sigurðsson f. í Mýrasýslu 15. september, 1884.

Barnlaus.

Rannveig var dóttir Péturs Guðmundssonar og Margrétar Sigurðardóttur er vestur fluttu árið 1900.Halldór var sonur Sigurðar Sigurðssonar og Ragnheiðar Þorveigu Þórðardóttur í Rauðamel í Mýrasýslu. Þar ólst Halldór upp til sautján ára aldurs, fór þá vestur um haf haustið 1901. Fór til Winnipeg og bjó þar alla tíð. Hann varð múrari og seinna byggingameistari með mikil umsvif í byggingariðnaði í hálfa öld.