Rannveig Þórarinsdóttir f. 22. september, 1875. Dáin 6. apríl, 1955 í San Diego í Kaliforníu. Rannveig (Veiga) Budvarson og Rannveig (Veiga) B Johnson vestra.
Maki: 1) 7. apríl, 1893 Gísli Gíslason f. 12. mars, 1868 í Rangárvallasýslu, d. 18. mars, 1916. Gisli Budvarson í Vesturheimi en faðir hans var Gísli Böðvarsson. 2) 12. júní, 1919 í Raymond, Alberta í Kanada. Ingimundur Jónsson f. í Rangárvallasýslu 24. ágúst, 1868, d. 10. janúar, 1940 í San Diego.
Börn: 1. Franklin Gesli f. 27. mars, 1896, d. 8. janúar, 1897 2. Hannah Mary f. 4. mars, 1898 3. Ellen Brynhildur f. 24. mars, 1900 4. Gunnar f. 24. mars, 1902, d. 4. apríl, 1949 5. Leroy f. 16. nóvember, 1904, d. 31. október, 1972 6. Alice f. 20. september, 1906, d. 11. apríl, 1974 7. Arthur f. 4. apríl, 1909, d. 10. desember, 1991 8. Kermit f. 17. febrúar, 1913, d. 7. júní, 1949 9. Ruth Vilate f. 19. apríl, 1915, d. 6. desember, 1985.
Rannveig fór vestur til Utah árið 1883 með foreldrum sínum, Þórarni Bjarnasyni og Brynhildi Jónsdóttur en Gísli flutti þangað árið 1892. Þau fluttu til Winter Quarters nærri Scofield þar sem Gísli vann í kolanámu. Eftir lát hans flutti Rannveig til baka í Spanish Fork en þaðan lá svo leið hennar skömmu síðar norður til Alberta í Kanada þar sem hún giftist Ingimundi sem þá var ekkill. Þar bjuggu þau en fluttu seinna suður til Kaliforníu.
