Rebecca F Þórðardóttir

ID: 18593
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1916
Dánarár : 1947

Rebecca Florence Þórðardóttir Mynd VÍÆ III

Rebecca Florence Þórðardóttir fæddist í Framnesbyggð í Nýja Íslandi 18. desember, 1916. Dáin 10. desember, 1947 í Vancouver.

Maki: 3. september, 1946 Leon Haraldur Zeuthen f. í Marshall í Minnesota 10. ágúst, 1910.

Barnlaus.

Rebecca var dóttir Þórðar Helgasonar og Halldóru Geirsdóttur í Framnesbyggð í Nýja Íslandi. Hún gekk þar í skóla og flutti með þeim til Winnipeg þegar þau hættu búskap og þaðan 1940 til Vancouver. Leon var sonur Fritz Carl Zeuthen sem fæddist í Reykjavík og Margrétar Ingibjargar Loftsdóttur f. í Minneota í Minnesota.