
Dr. Richard Beck Mynd Wikipedia
Richard Beck fæddist í S. Múlasýslu 9. júní, 1897. Dáinn í Victoria í Bresku Kólumbíu 20. júlí, 1980. Dr. Richard Beck vestra.
Maki: 1) 10. október, 1920 Ólöf Daníelsdóttir f. í N. Múlasýslu 1896, d. 22. mars, 1921 á Íslandi 2) 9. apríl, 1925 Una Kristbjörg Ólafsdóttir f. í Pembina sýslu í N. Dakota 19. nóvember, 1893. Bertha Beck vestra. 3) 1961 Margrét Jakobína Einarsdóttir f. 23. febrúar, 1898.
Börn: Bæði með Unu 1. Margaret Helen f. í Greenville, Pennsylvania 9. ágúst, 1929 2. Richard f. í Grand Forks 6. janúar, 1933.
Richard var sonur Hans Kjartans Beck og Þórunnar Vigfúsínu Vigfúsdóttur. Eftir að hafa lokið stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1920 fór hann vestur um haf með móður sinni árið 1921. Hann lauk M.A.prófi í málvísindum og bókmenntum frá Cornell University í New York árið 1924 og doktorsprófi þaðan árið 1926. Bjó lengst og starfaði í N. Dakota. Ólöf var ung tekin í fóstur af hjónunum Gunnlaugi Björgólfssyni og Valgerði Stefánsdóttur. Hún er hjá þeim í S. Múlasýslu árið 1910, kynnist manni sínum og giftist honum í Reykjavík. Móðir Unu Kristbjargar, Valgerður Ólafsdóttir fór til Vesturheims með foreldrum sínum, Ólafi Jónssyni og Valgerði Felixdóttur, árið 1886. Þau voru landnámsmenn í N. Dakota. Margrét Jakobína var dóttir Einars Brandssonar og Sigríðar Einarsdóttur sem vestur fluttu úr V. Skaftafellssýslu árið 1886. Sjá meir um Dr. Richard Beck í Íslensk arfleifð að neðan.