Rögnvaldur Stefánsson

ID: 19227
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1887
Fæðingarstaður : Duluth

Rögnvaldur Walter Stefánsson fæddist 12. júlí, 1887 í Duluth í Minnesota. Walter Stevenson vestra.

Maki: 1925 Margaret Lamont af kanadískum ættum.

Börn: 1. Mavis 2. Marcia.

Rögnvaldur var sonur Sigmundar Stefánssonar og Maríu Guðmundsdóttur frá Hnausum í Húnavatnssýslu. Þau settust að í Duluth, fóru þaðan til Selkirk í Manitoba og loks í Vatnabyggð í Saskatchewan. Þar tók Rögnvaldur við landi föður síns en flutti þaðan til Dafoe árið 1931 og loks til White Rock í Bresku Kolumbíu árið 1943.