
Guðrún Rósa Jóhannesdóttir Mynd VÍÆ II

Jón Sigfússon Mynd VÍÆ II
Guðrún Rósa Jóhannesdóttir fæddist 1861 í Eyjafjarðarsýslu.
Maki: 1887 Jón Sigfússon f. í Eyjafjarðarsýslu árið 1857, d. árið 1937 í Vatnabyggð. Thorlacíus vestra
Börn: 1. Bjarni J f. 1891 2. Sigfús Daníel f. 1898.
Foreldrar Guðrúnar, Jóhannes Bjarnason og Lilja Guðrún Daníelsdóttir fluttu vestur árið 1883 með systkini Guðrúnar. Hún og Jón fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1889 og þaðan áfram til Churchbridge í Þingvallabyggð í Saskatchewan þar sem hann vann við verslunarstörf. Fluttu þaðan tveimur árum seinna í bæinn Yorkton og loks til White Sands um aldamótin. Þau fluttu í Vatnabyggð árið 1903 og námu land. Árið 1904 var pósthús opnað á landi Jóns og var það kallað Kristnes. Jón var pósmeistari í allmörg ár. Byggðin þar um kring var kölluð Kristnesbyggð.
