Rósa S Sveinsdóttir

ID: 18414
Fæðingarár : 1864
Dánarár : 1937

 

Rósa Sæunn Sveinsdóttir Mynd VÍÆ III

   Rósa Sæunn Sveinsdóttir fæddist 12. janúar, 1864 í Skagafjarðarsýslu. Dáin í Vatnabyggð í Saskatchewan 17. ágúst, 1937.

Maki: 1890 Magnús Bjarnason f. í Skagafjarðarsýslu 7. nóvember, 1863, d. 14. júní, 1928 í, Saskatchewan. Stundum kallaður Magnús Black vestra vegna járnsmíðastarfa..

Börn: 1. Þórarinn f. í N. Dakota 9. desember, 1890, d. 4. september,1961 2. Hólmfríður Sigrún f.  í N. Dakota 25. nóvember, 1893, d. 3. maí, 1965 í Vancouver 3. Anna Sigríður f. 20. september, 1895 í N. Dakota, d. 9. mars, 1931 4. Bismarck f. 5. október, 1896 í N. Dakota 5. Otto William f. 3. maí, 1898 í N. Dakota 6. Magnús f. 13. október, 1901 í Manitoba 7. Bjarni Sveinn f. 25. júlí, 1905 í Lundarbyggð.

Rósa var dóttir Sveins Halldórssonar og Rannveigar Jónsdóttur í Skagafirði. Magnús flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1887. Hann fór til Mountain í N. Dakota og þaðan til Hallson þar sem hann bjó til ársins 1899. Þá flutti hann norður í Siglunesbyggð í Manitoba en flúði þaðan vegna flóða í Manitobavatni árið 1901 og settist að í Lundarbyggð. Árið 1915 flutti hann á land í Vatnabyggð í Saskatchewan.