Sæunn I Bjarnadóttir

ID: 20353
Fæðingarár : 1877

Sæunn Ingibjörg Bjarnadóttir Mynd VÍÆ I

Sæunn Ingibjörg Bjarnadóttir fæddist 14. september, 1877 í Miðfirði í Húnavatnssýslu.

Ógift og barnlaus.

Foreldrar Sæunnar voru Bjarni Jónsson og Guðrún Daðadóttir. Þau bjuggu á Torfastöðum þar sem Sæunn ólst upp.  Hún fór til Reykjavíkur árið 1901, fór þaðan til Kaupmannahafnar árið 1905, þar sem hún vann í tvö ár en 1907 innritaðist hún í Dansk Kunstflidskole. Þar gekk henni vel, hlaut fyrstu verðlaun frá Danadrottningu og heiðursskjal. Fór þá heim til Íslands þar sem hún fékk styrk úr landssjóði til að læra efnahreinsun í Kaupmannahöfn. Þar var hún eitt ár og var fyrst Íslendinga til að læra þetta. Aftur fór hún heim til Íslands og vann við hjúkrun og efnahreinsun til ársins 1923, þá flutti hún vestur um haf. Hún fór til Kanada og settist að í Vatnabyggð í Saskatchewan og bjó í Leslie og seinna Elfros. Vann þar hjúkrunarstörf til ársins 1956, flutti þá á Betel í Gimli. Listmunir eftir hana eru varðveittir á Þjóðminjasafni Íslands.