
Salóme Friðbjarnar-dóttir Mynd VÍÆ I
Salóme Friðbjarnardóttir fæddist í Eyjafjarðarsýslu 28. febrúar, 1893.
Maki: 11. nóvember, 1920 Vigfús Stefánsson f. í N. Þingeyjarsýslu 3. október, 1893. Baldvinsson vestra.
Börn: 1. Walter Baldvin f. 22. október, 1921, d. 25. apríl, 1944 í Seinni heimstyrjöldinni 2. Franklín Darwin f. 11. febrúar, 1923 3. Kristbergur Stefán f. 15. desember, 1924 4. Joseph Bennet f. 30. október, 1928 5. Verne Darwin f. 2. október, 1930.
Salóme flutti vestur til Winnipeg árið 1910 þar sem hún vann til ársins 1920. Það ár flutti hún með manni sínum til Regina í Saskatchewan. Árið 1932 fluttu þau til Wynyard og þaðan til Winnipeg árið 1945. Þau settust svo að í Vancouver. Salóme hafði áhuga á félagsmálum landa sinna, var í Jóns Sigurðssonar félaginu í Winnipeg og seinna kvenfélaginu Framsókn í Wynyard. Vigfús var bakari.
