Samson Jónasson var fæddur í Skagafjarðarsýslu árið 17. júlí, 1877. Dáinn 19. maí, 1955.
Maki: Guðrún Jónsdóttir f. í Nýja Íslandi 14. júlí 1878, d. 2. apríl, 1960.
Börn: 1. Margrét Elfreda f. 10. febrúar, 1902 2. Jón Victor f. 26. maí, 1909 3. Björg Snjólaug f. 18. apríl, 1911 4. Þorbjörg (Tobba) f. 31. júlí, 1913 5. Guðrún f. 19. september, 1921.
Samson flutti með foreldrum sínum vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1887.
Samson var með bróður sínum í Winnipegosis eitt ár en flutti árið 1903 til Winnipeg. Hann var fyrst lögregluþjónn en lærði svo prentiðn vann við Almanakið til að byrja með en var síðan ráðinn til Viking Press Ltd. um 1930. Keypti prentsmiðjuna árið 1949 og hét hún nú Viking Printers og prentuðu þeir Heimskringlu um árabil. Guðrún var dóttir Jóns Björnssonar og Margrétar Eyjólfsdóttur landnema á Grund í Fljótsbyggð.