Sesselja Guðbjörg Guðnadóttir fæddist 13. janúar 1851 í Árnessýslu, d. 12. maí, 1940. Thorleifson vestra.
Maki: Ólafur Þorleifsson f. 5. janúar, 1850 í Þingvallasveit í Árnessýslu, d. í Manitoba 1. júlí, 1934. Thorleifson í Kanada.
Börn: 1. Hólmfríður f. 2. október, 1880 2. Guðni f. 21. september, 1883 3. María Setselja f. 15. febrúar, 1887 4. Anna f. 31. júlí, 1887 í Winnipeg.
Þau fluttu vestur um haf árið 1887 með Hólmfríði og Guðna. María var sett í fóstur hjá Halldóri Daníelssyni sem flutti með sína fjölskyldu vestur árið 1900. María fór þangað með þeim. Ólafur og Guðbjörg bjuggu í Winnipeg í Manitoba fyrstu árin. Þar vann Ólafur við smíðar. Fjölskyldan flutti í Big Point nýlenduna árið 1894 og nam Ólafur land þar sem hann bjó góðu búi um árabil. Hann rak um skeið verslun á Big Point, tók að sér járnsmíði og vélaviðgerðir. Efnaðist vel. Ólafur og Guðbjörg settust í helgan stein í Langruth árið 1918.