
Aftari röð: Steve Stephanson, maður Guðnýjar og stjúpsynirnir Haraldur og Kjartan Skordal. Fremri röð Guðný með son sinn Russell, þá Steingrímur, Sesselja og Guðrún Mynd RbQ
Sesselja Jónsdóttir fæddist í Rangárvallasýslu árið 1874. Dáin í Wynyard í desember, 1944.
Maki: 19. mars, 1901 Steingrímur Jónsson f. í Eyjafjarðarsýslu árið 1872, d. í Winnipegosis árið 1953.
Börn: 1. Guðný 2. Guðrún. Þau tóku bræðurna Harald og Kjartan Indriðasyni Skordal í fóstur
Sesselja var dóttir Jóns Sigurðssonar og Rannveigar Jónsdóttur fór 12 ára gömul árið 1886 vestur til Winnipeg í Manitoba með Helga Árnasyni og konu hans, móðursystur sinni Guðrúnu Jónsdóttur. Steingrímur fór vestur til Winnipeg í Manitoba með foreldrum sínum, Jóni Rögnvaldssyni og Guðnýju Hallgrímsdóttur árið 1889. Þau settust að í Þingvallabyggð og bjuggu þar í sex ár. Þá keypti Steingrímur land nálægt Winnipeg í Manitoba. Vorið 1904 skrapp Steingrímur vestur og nam land í Vatnabyggð í Saskatchewan og fluttu þau á það árið 1905.