ID: 16328
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1893
Dánarár : 1924
Sesselja Margrét Ólafsdóttir fæddist í Mikley 1893. Dáin 24. apríl, 1924.
Maki: 1912 Þórarinn Hjörtur Ámundason fæddist í Mikley í Manitoba 29. júlí, 1889.
Börn: 1. Sigurrós Ágústa f. 1913 2. Ólafur Ámundi f. 10. ágúst, 1915 3. Kristín Svanfríður f. 14. febrúar, 1919.
Þórarinn var sonur Ámunda Gíslasonar og Jónínu Sólveigar Brynjólfsdóttur, landnema í Mikley árið 1888. Þar hefur Þórarinn búið alla tíð og var þar með búskap og stundaði einnig fiskveiðar.
