ID: 17025
Fæðingarár : 1873
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1958
Sesselja Oddsdóttir fæddist 11. október, 1873 í Dalasýslu. Dáin 30. janúar, 1958 í Bresku Kólumbíu. Skrifuð Cecilia vestra.
Maki: Halldór Jónatansson fæddist í Húnavatnssýslu 19. febrúar, 1873. Skrifaði sig H. J. Halldorson vestra.
Börn: 1. Friðrik 2. Jónatan 3. Alexandrína 4. Oddur Gestur 5. Lillian 6. Steinunn Victoria
Sesselja flutti vestur árið 1886 með foreldrum sínum, Oddi Magnússyni og Margréti Ólafsdóttur. Hún kynntist Halldóri í N. Dakota, hann fór vestur ársgamall með foreldrum sínum og systkinum til Kinmount í Ontario árið 1874. Þau námu land í Vatnabyggð árið 1905 og bjuggu á því fáein ár. Þau fluttu hús sitt árið 1908 í Wynyard og bjuggu þar lengi. Bjuggu seinna í Burnaby vestur við Kyrrahaf.
