Sigfús Runólfsson

ID: 14260
Fæðingarár : 1860
Fæðingarstaður : S. Múlasýsla

Sigfús Runólfsson fæddist í S. Múlasýslu árið 1860. Frank R. Johnson vestra.

Maki: Sigurbjörg Arngrímsdóttir f. 1867 í N. Múlasýslu.

Börn: 1. Arnólfur f. 1887 2. Guðný María f. 16. febrúar, 1891 3. Sigfúsína Sigurbjörg f. 1896 4. Valdimar Eymundur f. 1898 5. Margrét Evangeline f. 1901 6. Alice f. 1903.

Sigfús flutti vestur árið 1877 og fór til Minnesota. Hann settist þar að í Minneota og tók virkan þátt í samfélagsmótuninni þar í bæ. Hann sat í stjórn slökkviliðsins, rak íslenska kaupfélagið (Icelandic Coop) og sat í bæjarstjórn frá 1885 til 1892. Hann átti og rak fataverslunina Minneota Clothing Store til ársins 1892. Skömmu eftiraldamótin flutti hann með alla fjölskylduna vestur að Kyrrahafi og settist að í Seattle. Sigurbjörg flutti vestur til Minnesota með systkinum sínum árið 1879 og settist að í Minneota.