Sigfús Sigurðsson

ID: 9692
Fæðingarár : 1874
Fæðingarstaður : S. Þingeyjarsýsla
Dánarár : 1955

Sitjandi: Valdheiður, Sigurlaug, Clara, Sigfús og Sigrún. Standandi: Franklin, Guðrún, Jóhannes, Kristján Jónína og Kristjón. Mynd WtW

Sigfús byggði þetta hús á landi sínu árið 1914. Mynd WtW

Sigfús Sigurðsson f. í S. Þingeyjarsýslu 19. október, 1874. Dáinn í Oak Point 2. nóvember, 1955.

Maki: 5. ágúst, 1898 Sigurlaug Jónsdóttir f. 2. maí, 1878, d. í Winnipeg 13. júlí, 1960.

Börn: 1. Kristján Bergþór f. 12. maí, 1899 2. Kristjón Felix f. 15. janúar, 1901 3. Guðrún Kristjana f. 16. febrúar, 1904 4. Jóhannes Wilfred f. 28. maí, 1905 5. Valdheiður f. 9. september, 1906 6. Jónína Anna f. 7. nóvember, 1908 7. Franklin Emil f. 3. mars, 1912 8. Sigrún f. 24. júlí, 1914 9. Sigurlaug Clara f. 31. október, 1918.

Sigfús fór vestur til Winnipeg í Manitoba með foreldrum sínum, Sigurði Erlendssyni og Guðrúnu Eiríksdóttur árið 1876. Þau dvöldu á Gimli fyrsta árið en fóru svo þaðan norður í Mikley. Sigurlaug fór vestur með foreldrum sínum, Jóni Frímann Kristjánssyni og Kristínu Jónsdóttur árið 1889. Sigfús og Sigurlaug fluttu í Lundarbyggð árið 1902 og námu land nærri Otto. Bjuggu þar til ársins 1936 en þá fóru þau til Oak Point.