ID: 18930
Fæðingarár : 1826
Fæðingarstaður : S. Þingeyjarsýsla
Dánarár : 1902
Sigmundur Þorgrímsson fæddist árið 1826 í S.Þingeyjarsýslu. Dáinn í Nýja Íslandi árið 1902.
Maki: 6. október, 1848 Jóhanna Sigurðardóttir f. 1820, d. 1905.
Börn: 1. Halfdán f. 1849 2. Hansína Guðbjörg f. 1850 fór ekki vestur 3. Sigríður f. 1851, d. 1852 4. Sigurhanna f. 1853, d. 1860 5. Valdimar f. 1854 6. Margrét Sigríður f. 1856.
Sigmundur og Jóhanna voru samferða Benedikt Kristjánssyni vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1879 og þaðan áfram til Nýja Íslands. Þau bjuggu í Fljótsbyggð alla tíð.
