Sigríður Brynjólfsdóttir fæddist 16. janúar, 1871 í Húnavatnssýslu. Dáin 7. október, 1918 í N. Dakota.
Maki: Kristján Indriðason fæddist 15. janúar, 1866 í Eyjafjarðarsýslu. Dáinn árið 1952 í N. Dakota.
Börn: 1. Percival f. 1898, d. 1944 í N. Dakota 2. Magnús Brynjólfur f. 23. mars, 1899 3. Skafti Þórarinn f. 1901, d. 1988 4. Kristján Brynjólfur f. 10. apríl, 1903 5. Stefán f. 15. júní, 1906.
Sigríður flutti vestur til Ontario í Kanada árið 1874 með foreldrum sínum, Brynjólfi Brynjólfssyni og Þórunni Ólafsdóttur. Þau settust að í Marklandi árið 1875 og fóru þaðan til Duluth árið 1881 og loks til N. Dakota árið 1882. Kristján flutti vestur árið 1876 með foreldrum sínum, Indriða Sigurðssyni og Sigurbjörgu Kristjánsdóttur sem settust að í Nýja Íslandi í Manitoba. Hann flutti með þeim suður til Mountain í N. Dakota fyrir 1880 og var bóndi þar um slóðir alla tíð.
