Sigríður E Jónsdóttir

ID: 19890
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1889
Dánarár : 1932

Sigríður Elínborg Jónsdóttir fæddist í Garðarbyggð í N. Dakota 7. apríl, 1889. Dáin í Winnipeg 16. mars, 1932. Sigríður E Brandson vestra.

Maki: 1. júní, 1911 Ólafur Björnsson fæddist í N. Múlasýslu 28. desember, 1869. Dáinn í Manitoba 3. október, 1937.

Börn: 1. Jón Ernest f. 17. júní, 1915, d. 1916 2. Margrét Anna f. 17. júní, 1915 3. Winnifred Edith f. 4. mars, 1924.

Foreldrar Sigríðar voru Jón Brandsson og Margrét Guðbrandsdóttur úr Dalasýslu. Sigríður ólst upp í Garðarbyggð í N. Dakota en flutti til Winnipeg með bróður sínum Guðbrandi (Brandur J. Brandson læknir) og bjó hjá honum þar til hún giftist. Hún lauk kennaranámi og kenndi nokkur ár, var fjallkona Íslendingadagsins í Winnipeg árið 1930.  Ólafur flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1876 með foreldrum sínum og systkinum. Hann var sonur Björns Péturssonar og Ólafíu Ólafsdóttur. Fjölskyldan settist að á Sandy Bar í Nýja Íslandi og bjó þar til ársins 1879. Flutti þá í Pembinabyggð í N. Dakota þar sem Ólafur bjó til ársins 1890 en þá flutti hann til Winnipeg og bjó þar.