Sigríður Einarsdóttir

ID: 10209
Fæðingarár : 1853
Dánarár : 1944

Sigríður Einarsdóttir fæddist í A. Skaftafellssýslu 21. júlí, 1853. Dáin í Nýja Íslandi 19. júlí, 1944.

Maki: 7. júlí, 1881 Ólafur Torfason f. í 24. apríl, 1843 í N. Þingeyjarsýslu, d. í Manitoba árið 1908.

Börn: 1.Guðlaug f. 4. júlí, 1884 2. Einar f. 1888, d. í Cypress River í Manitoba, 1898 3. Edward (Elli) f. 4. september, 1896 4. Einarína Ingibjörg f. 20. mars, 1899.

Þau fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1888 og fóru strax í Fljótsbyggð í Nýja Íslandi. Dvölin þar var stutt því þau fluttu í Argylebyggð ári síðar og eftir nokkurra ára dvöl meðal bænda þar settust þau að í Cypress River þar sem þau bjuggu fáein ár en 1899 settust þau að í Selkirk og bjuggu þar síðan.