
Sigríður Einarsdóttir Mynd VÍÆ I
Sigríður Einarsdóttir fæddist í Borgarfjarðarsýslu 16. september, 1884. Dáin á Betel í Gimli árið 1974,
Maki: 12. ágúst, 1909 í Cambridge í Englandi Guðmundur Árnason f. í Mýrasýslu 4. apríl, 1880, d. í Lundar í Manitoba 24. febrúar, 1943.
Börn: 1. Einar f. 7. júní, 1910 í Winnipeg 2. Helga f. 16. desember, 1912 3. Hrefna f. 16. janúar,1915, d. 30. október, 1978.
Sigríður var dóttir Einars Sæmundsen og Guðrúnar Magnúsdóttur í Borgarfirði. Einar flutti vestur til Winnipeg árið 1885 en Sigríður og móðir hennar fóru þangað 1890. Þær fóru til Nýja Íslands og var Sigríður þar einhvern tíma en síðan lá leið hennar til Winnipeg. Guðmundur flutti til Manitoba árið 1901 og byrjaði í verslunarskóla í Winnipeg en sneri sér svo að guðfræðinni. Hann stundaði nám við prestaskólann í Meadville í Pennsylvania frá 1904-1908. Hann hlaut styrk til framhaldsnáms og var eitt ár í Þýskalandi. Hann var ráðinn prestur í Winnipeg hjá íslenska söfnuði Únitara 1909 – 1915. Sjá meir um Sigríði í Íslensk arfleifð að neðan.
